Ófarir gömlu konunnar halda áfram

Massimiliano Allegri á hliðarlínunni í dag.
Massimiliano Allegri á hliðarlínunni í dag. AFP/Isabella Bonotto

Juventus tapaði óvænt fyrir nýliðum í efstu deild, Monza, 0:2, í ítölsku A-deildinni í fótbolta á heimavelli í dag. 

Patrick Ciurria kom Monza yfir á 18. mínútu leiksins og á 39. mínútu voru gestirnir búnir að tvöfalda forystu sína, 2:0, þökk sé marki frá Dany Mota. Þrátt fyrir fjórar breytingar Massimilliano Allegri, knattspyrnustjóra Juventus, í byrjun seinni hálfleiksins komst Juveliðið engu nær marki og 2:0 urðu lokatölur. 

Fyrr í þessum mánuði voru 15 stig tekin af Juventus vegna meintra svika tengd­um kaup­um og söl­um á leik­mönn­um hjá félaginu. Áður var liðið í þriðja sæti, tíu stigum á eftir toppliði Napólí, en eftir þetta tap er gamla konan í 12. sæti deildarinnar með 23 stig. 

Monza komst með sigrinum fyrir ofan Juventus og er í 11. sæti deildarinnar með 25 stig. 

Leikmenn Monza fagna að leikslokum.
Leikmenn Monza fagna að leikslokum. AFP/Isabella Bonotto
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert