PSG missteig sig í Frakklandi

Neymar fagnar því að hafa komið PSG yfir í leiknum …
Neymar fagnar því að hafa komið PSG yfir í leiknum í kvöld. AFP/Christine Poujoulat

PSG og Reims skildu jöfn, 1:1, í frönsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Neymar kom PSG yfir á 51. mínútu leiksins en átta mínútum síðar fékk varamaðurinn Marco Verratti að líta beint rautt spjald. Það var svo á sjöttu mínútu uppbótartíma sem Folarin Balogun jafnaði metin fyrir Reims.

PSG er áfram á toppi deildarinnar með 48 stig, þremur stigum meira en Lens sem er í öðru sæti. Reims er í 11. sæti með 26 stig.

mbl.is