Varð fyrir kynþáttaníði í bikarnum

Neil Etheridge í leik með Cardiff City á sínum tíma.
Neil Etheridge í leik með Cardiff City á sínum tíma. AFP

Neil Etheridge, markvörður Birmingham City, kveðst hafa orðið fyrir kynþáttaníði af hendi stuðningsmanna Blackburn Rovers þegar liðin áttust við í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu í gær.

Birmingham jafnaði metin í 2:2 í uppbótartíma og um það leyti var ókvæðisorðum beint að Etheridge, sem er landsliðsmarkvörður Filippseyja.

Hann lét dómara leiksins vita, sem skráði atvikið í skýrslu sína.

Hefur enska knattspyrnusambandið þegar hafið rannsókn á málinu í samvinnu við félögin tvö og lögregluyfirvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert