Bryan í heimahagana

Bryan Gil í leik með Tottenham.
Bryan Gil í leik með Tottenham. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Bryan Gil er genginn í raðir Sevilla að láni frá Tottenham Hotspur. Hann var keyptur frá Sevilla sumarið 2021 og snýr því aftur í heimahagana.

Lánssamningurinn gildir út yfirstandandi tímabil og er þetta annar janúarglugginn í röð sem Bryan er lánaður annað, en hann lék með Valencia síðari hluta síðasta tímabils.

Bryan er 21 árs gamall vængmaður sem hefur átt í erfiðleikum með að festa sig í sessi hjá þeim liðum sem hann hefur verið á mála hjá en góð frammistaða á láni hjá Eibar tímabilið 2020/2021 sannfærði Tottenham um að festa kaup á honum.

Bryan fær nú tækifæri til þess að hjálpa Sevilla, sem er í harðri fallbaráttu í spænsku 1. deildinni.

mbl.is