El Clásico í undanúrslitum spænska bikarsins

Robert Lewandowski og David Alaba eigast við í fyrri leik …
Robert Lewandowski og David Alaba eigast við í fyrri leik liðanna í spænsku 1. deildinni í haust. AFP/Frederic J. Brown

Spænsku stórveldin Real Madríd og Barcelona munu mætast í El Clásico-slag í undanúrslitum spænsku bikarkeppninnar. Dregið var í dag.

Liðin munu mætast heima og að heiman og fer fyrri leikurinn fram á Santiago Bernabeu í Madríd í lok febrúar eða byrjun mars næstkomandi og sá síðari á Nývangi í Barcelona í byrjun apríl.

Liðin mætast einnig í spænsku 1. deildinni á milli undanúrslitaleikja, þann 19. mars á Nývangi.

Í hinum undanúrslitaleiknum mætast tvö lið frá Baskalandi, Osasuna og Athletic Bilbao.

Osasuna leikur fyrri leikinn á heimavelli sínum í Pamplona og síðari leikurinn fer fram í Bilbao. Fara leikirnir fram á sama tíma og El Clásico-viðureignirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert