Hamrarnir í 16-liða úrslit og mæta United

Haydon Roberts og Michail Antonio, sem skoraði síðara mark West …
Haydon Roberts og Michail Antonio, sem skoraði síðara mark West Ham, eigast við í kvöld. AFP/Paul Ellis

West Ham United tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu karla með því að hafa betur gegn C-deildar liði Derby County, 2:0, á útivelli.

Jarrod Bowen kom Hömrunum yfir snemma leiks, á tíundu mínútu, og leiddu gestirnir með einu marki í leikhléi.

Í upphafi síðari hálfleiks tvöfaldaði Michail Antonio forystuna og innsiglaði þar með sigurinn.

Fyrr í kvöld var dregið í 16-liða úrslitin og fer West Ham í heimsókn á Old Trafford þar sem liðið mætir Manchester United.

mbl.is