Hefur alltaf heillað mig

Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Hvíta-Rússlandi …
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Hvíta-Rússlandi síðastliðið haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Svava Rós Guðmundsdóttir er gengin til liðs við NJ/NY Gotham í bandarísku NWSL-deildinni.

Svava Rós, sem er 27 ára gömul, skrifaði undir tveggja ára samning í Bandaríkjunum en hún kemur til félagsins frá Brann í Noregi þar sem hún varð Noregs- og bikarmeistari á síðustu leiktíð.

Hún hefur komið víða við á atvinnumannsferlinum en hún hefur einnig leikið með Røa í Noregi, Kristianstad í Svíþjóð og Bordeaux í Frakklandi, ásamt Brann og nú NJ/NY Gotham.

„Forráðamenn Gotham höfðu fyrst samband við mig rétt fyrir jól og sýndu þeir mér mikinn áhuga á þeim tímapunkti,“ sagði Svava Rós í samtali við Morgunblaðið.

„Þjálfari liðsins, Juan Carlos Amorós, hafði líka samband og við höfum verið í sambandi áður. Hann reyndi að sannfæra mig um að koma til félagsins fyrir um ári síðan þannig að þetta er þjálfari sem hefur mikla trú á mér,“ bætti hún við.

Viðtalið við Svövu Rós má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert