Svava er áttunda íslenska konan í bandarískri atvinnudeild

Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal …
Svava Rós Guðmundsdóttir í leik með íslenska landsliðinu gegn Portúgal síðastliðið haust. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Svava Rós Guðmundsdóttir er áttunda íslenska knattspyrnukonan sem leikur í bandarísku atvinnudeildinni, sem var fyrst stofnuð sem WUSA árið 2001, þá fyrsta atvinnudeild kvenna í heiminum. Hún var endurvakin sem WPS árið 2007 og varð að NWSL í árslok 2012.

Margrét Ólafsdóttir og Rakel Ögmundsdóttir léku með Philadelphia Charge á fyrsta ári WUSA, 2001. Þær spiluðu 18 leiki hvor, Margrét skoraði tvö mörk og Rakel eitt.

Erla Steina Arnardóttir lék með Jersey Sky Blue á fyrsta ári WPS-deildarinnar, spilaði 13 leiki og skoraði 2 mörk.

Hólmfríður Magnúsdóttir lék með Philadelphia Independence í WPS-deildinni 2010 og 2011, spilaði 34 leiki og skoraði 4 mörk.

Dagný Brynjarsdóttir lék með Portland Timbers í NWSL-deildinni 2016-2019, spilaði 53 leiki og skoraði 6 mörk.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék með Utah Royals og Orlando Pride árin 2018-2022, spilaði 88 leiki og skoraði 5 mörk.

Andrea Rán Hauksdóttir lék með Houston Dash árið 2021 en hún spilaði aðeins einn leik.

Viðtal við Svövu Rós er í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert