Glæsileg byrjun Dags hjá Orlando (myndskeið)

Dagur Dan Þórhallsson fer vel af stað í Flórída.
Dagur Dan Þórhallsson fer vel af stað í Flórída. Ljósmynd/Orlando City

Dagur Dan Þórhallsson fer afar vel af stað með bandaríska knattspyrnufélaginu Orlando City, en hann lék sinn fyrsta leik með liðinu í vináttuleik gegn Minnesota United í gærkvöldi.

Dagur, sem kom til Orlando frá Breiðabliki í vikunni, gerði sér lítið fyrir og skoraði annað mark liðsins á lokamínútunni, í 2:0-sigri.

Markið var hið huggulegasta, þar sem hann afgreiddi boltann í bláhornið utan teigs. Markið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

mbl.is