Skoruðu tvö mörk á þremur mínútum

Leikmenn Real Madrid fagna í kvöld.
Leikmenn Real Madrid fagna í kvöld. AFP/Javier Soriano

Real Madrid minnkaði forskot Barcelona í fimm stig á toppi spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu með sigri gegn Sevilla í Madrid í kvöld.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var markalaus en Marco Asensio kom Real Madrid yfir með marki á 52. mínútu.

Vinícius Júnior tvöfaldaði forystu Real Madrid á 54. mínútu og Real Madrid fagnaði sigri, 2:0.

Real Madrid er með 45 stig í öðru sæti deildarinnar, fimm stigum minna en topplið Barcelona sem er með 50 stig.

mbl.is