Dagný tilnefnd sem leikmaður ársins í London

Dagný Brynjarsdóttir er að gera góða hluti hjá West Ham.
Dagný Brynjarsdóttir er að gera góða hluti hjá West Ham. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir er ein fimm leikmanna sem er tilnefnd sem knattspyrnukona Lundúna fyrir árið 2022.

Leikmenn sem spila með félagsliðum í höfuðborg Englands koma til greina í valinu, en Dagný er fyrirliði West Ham og einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins.

Auk Dagnýjar eru þær Beth Mead og Kim Little hjá Arsenal og Sam Kerr og Millie Bright hjá Chelsea tilnefndar.

Verðlaunin verða veitt 13. mars næstkomandi.

mbl.is