Sveindís á skotskónum í öruggum sigri

Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði eitt marka Wolfsburg þegar liðið gerði góða ferð til Freiburg og lagði heimakonur örugglega, 4:0, í þýsku 1. deildinni í dag.

Wolfsburg skoraði þrívegis í fyrri hálfleik þar sem Sveindís Jane skoraði þriðja markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Hún fór svo af velli á 56. mínútu.

Undir lok leiksins kom svo fjórða markið.

Wolfsburg hefur verið óstöðvandi á tímabilinu og er með fullt hús stiga, 33, eftir 11 leiki í deildinni.

Íslendingalið Bayern München kemur þar á eftir með 25 stig, og á leik til góða.

mbl.is