Glæsileg byrjun Bayern nægði til sigurs

Leikmenn Bayern fagna í dag.
Leikmenn Bayern fagna í dag. AFP/Ronny Hartmann

Bayern München er með eins stigs forskot á toppi þýsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir 4:2-útsigur á Wolfsburg í dag.

Bayern byrjaði af gríðarlegum krafti og var staðan orðin 3:0 eftir 19 mínútur. Kingsley Coman skoraði tvö fyrstu mörkin á fyrstu 14 mínútunum og Thomas Müller bætti við þriðja markinu á 19. mínútu.

Jakub Kaminski minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks og var staðan í leikhléi því 3:1.

Joshua Kimmich fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt hjá Bayern á 54. mínútu en þrátt fyrir það bætti Jamal Musiala við fjórða markinu á 73. mínútu. Mattias Svanberg minnkaði muninn á 80. mínútu og þar við sat.

Bayern er með 40 stig á toppi deildarinnar, einu stigi á undan Union Berlin. Dortmund er í þriðja sæti með 37 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert