Inter vann slaginn um Mílanóborg

Leikmenn Inter fagna sigurmarkinu vel og innilega.
Leikmenn Inter fagna sigurmarkinu vel og innilega. AFP/Miguel Medina

Inter Mílanó hafði betur gegn grönnum sínum í AC Milan í slagnum um Mílanóborg í ítölsku A-deildinni í fótbolta í kvöld. Inter-menn voru sterkari stærstan hluta leiks og var sigurinn verðskuldaður.

Argentínumaðurinn Lautaro Martínez sá um að gera sigurmarkið á 34. mínútu. Það gerði hann eftir undirbúning hjá Hakan Çalhanoğlu, sem lék áður með AC Milan.

Inter er í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, þrettán stigum á eftir toppliði Napólí. AC Milan er í sjötta sæti með 38 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert