Belgar ráða eftirmann Martínez

Domenico Tedesco er orðinn landsliðsþjálfari Belgíu.
Domenico Tedesco er orðinn landsliðsþjálfari Belgíu. AFP/Odd Andersen

Belgíska knattspyrnusambandið hefur ráðið Ítalann Domenico Tedesco sem landsliðsþjálfara karlaliðs þjóðarinnar.

Hann tekur við af Spánverjanum Roberto Martínez, sem hætti með belgíska liðið eftir HM í Katar í desember.

Tedesco skrifaði í dag undir samning sem gildir til loka Evrópumótsins á næsta ári. Hann stýrði þýska liðinu Leipzig síðast, en var rekinn í september eftir slæma byrjun á tímabilinu.

Ítalinn hefur einnig stýrt Aue og Schalke í Þýskalandi og Spartak Moskvu í Rússlandi.

mbl.is