Fyrrverandi landsliðsmaður skotinn til bana

Volkan Kahraman í leik með Austria Vín.
Volkan Kahraman í leik með Austria Vín. Ljósmynd/Austria Vín

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Volkan Kahraman var skotinn til bana í Vínarborg í gær.

Kahraman lék á sínum tíma þrjá landsleiki fyrir Austurríki og lék með liðum í heimlandinu, Tyrklandi, Grikklandi og Hollandi.

Skotmaðurinn, sem var áður viðskiptafélagi Kahraman, skaut sjálfan sig til bana, eftir að hann banaði Kahraman.  

Lögreglan var kölluð á vettvang klukkan 23.40 í gærkvöldi en endurlífgunartilraunir báru ekki árangur. Kahraman var aðeins 43 ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert