Greenwood gæti spilað fyrir Heimi

Mason Greenwood gæti spilað fyrir Heimi Hallgrímsson.
Mason Greenwood gæti spilað fyrir Heimi Hallgrímsson. AFP/Paul Ellis

Mason Greenwood, knattspyrnumaðurinn sem var í byrjun árs ákærður fyr­ir lík­ams­árás, yf­ir­gang og til­raun til nauðgun­ar gagn­vart fyrr­ver­andi unn­ustu sinni, gæti spilað fyrir landslið Jamaíka.

Heimir Hallgrímsson er landsliðsþjálfari Jamaíka og Dennis Chung, framkvæmdastjóri knattspyrnusambands Jamaíka, segir málið í höndum Heimis og að honum sé frjálst að velja sóknarmanninn í landsliðið.

Greenwood á ættir að rekja til Jamaíka, en hann á einn A-landsleik að baki, gegn Íslandi í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í september árið 2020.

„Við myndum ekki loka dyrunum á Greenwood, en þjálfarinn þarf að taka þessa ákvörðun. Við myndum bjóða Greenwood velkominn, ef þjálfarinn velur hann. Hann er frábær leikmaður og er enn aðeins 20 ára,“ sagði Chung við Jamaica Observer.

Greenwood lék síðast með Manchester United gegn West Ham 22. janúar á síðasta ári. 

mbl.is