Eiður Smári skýtur föstum skotum á Gumma Ben

Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen.
Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen. mbl.is/Unnur Karen

Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Hersegóvínu og Liechtenstein en mikil umræða hefur skapast í kringum það.

Meðal þeirra sem blönduðu sér í umræðuna var Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður og faðir Alberts, en hann gagnrýndi svör Arnars við því hvers vegna Albert væri ekki í hópnum.

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi aðstoðarmaður Arnars með landsliðinu blandaði sér í umræðuna á twitter-síðu sinni í kvöld.

Tveir synir Eiðs, þeir Sveinn Aron og Andri Lucas hafa báðir verið viðloðandi landsliðið í undanförnum verkefnum en einungis Andri er í hópnum nú. Eiður grínaðist með það og virtist með kaldhæðnina að vopni vera að skjóta á pistil Guðmundar.

„Stoppum aðeins!!! Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta??!! Hvaða andsk rugl. Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna. Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná…..“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert