Skoraði í stóru tapi gegn toppliðinu

Alexandra Jóhannsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu.
Alexandra Jóhannsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexandra Jóhannsdóttir lék allan leikinn og skoraði mark Fiorentina í tapi gegn toppliði Roma, 5:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

Roma komst í 4:0 í leiknum áður en Alexandra minnkaði muninn á 53. mínútu en gestirnir bættu svo við fimmta markinu á 79. mínútu.

Var þetta fyrsti leikur liðanna eftir tvískiptingu deildarinnar þar sem efstu fimm liðin mætast tvíveigis innbyrðis og neðstu fimm gera slíkt hið sama. Roma er á toppi deildarinnar með 51 stig en Fiorentina er í fimmta sæti með 34 stig.

mbl.is