Hörður Björgvin og félagar tóku stig í toppslagnum

Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska landsliðinu.
Hörður Björgvin Magnússon í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/KSÍ

Hörður Björgvin Magnússon og félagar í Panathinaikos tóku stig í toppslagnum gegn grönnum sínum í AEK í grísku úr­vals­deild­inni í knatt­spyrnu í kvöld.

Stigið var gríðarlega mikilvægt í ljósi þess að það kom á útivelli í toppslagnum svo Panathinaikos heldur tveggja stiga forystu á AEK að loknum 27 umferðum.

Liðin gerðu markalaust jafntefli og lék Hörður Björgvin allan leikinn í hjarta varnarinnar og stóð sig vel.

mbl.is