Barcelona fer með forystu heim til Spánar

Salma Paralluelo fagnar sigurmarkinu í kvöld.
Salma Paralluelo fagnar sigurmarkinu í kvöld. AFP/Filippo Monteforte

Spænska liðið Barcelona vann toppliðið ítölsku A-deildarinnar, Roma, 1:0, í fyrri leik liðanna í Rómarborg í átta liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu í kvöld.

Það var Salma Paralluelo sem skoraði sigurmark leiksins á 34. mínútu eftir undirbúning Patriciu Guijarro.

Barcelona leiðir því með einu marki fyrir seinni leikinn sem fram fer í Barcelona 29. mars næstkomandi.

mbl.is