Elías meiddur – Hákon kallaður inn í staðinn

Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið.
Hákon Rafn Valdimarsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið. Ljósmynd/Hákon Pálsson

Markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson hefur dregið sigur úr landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu.

Elías, sem er leikmaður Midtjylland í Danmörku, fékk höfuðhögg á æfingu og mun ekki geta tekið þátt í leikjunum tveimur sem fram undan eru.

Hákon Rafn Valdimarsson, markvörður Elfsborg í Svíþjóð, hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Elíasar. Hákon er á 22. aldursári og á að baki fjóra leiki fyrir A-landsliðið.

Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson. Ljósmynd/Alex Nicodim
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert