Hollensk markavél inn í teymi enska landsliðsins

Jimmy Floyd Hasselbaink og Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, á æfingu …
Jimmy Floyd Hasselbaink og Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, á æfingu liðsins í Burton á Englandi í morgun. AFP/Paul Ellis

Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, er kominn með nýjan mann í þjálfarateymið sitt.

Jimmy Floyd Hasselbaink, fyrrverandi leikmaður Chelsea, Leeds og fleiri liða, er kominn inn í teymi Englands en hann tekur við starfinu af Chris Powell. Hasselbaink var síðast þjálfari Burton Albion í ensku C-deildinni en hann hætti þar 5. september síðastliðinn.

Hasselbaink var mikill markaskorari á ferli sínum en hann skoraði 127 mörk í ensku úrvalsdeildinni, sem gerir hann að 16. markahæsta leikmanni hennar frá upphafi. Hann myndaði á sínum tíma eitrað framherjapar með Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea.

England mætir Ítalíu og Úkraínu í undankeppni EM 2024 í komandi landsleikjahléi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert