Öðruvísi en margt sem ég hafði áður prófað

Dagur Dan Þórhallsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því …
Dagur Dan Þórhallsson í leik með íslenska landsliðinu gegn því sænska á Algarve í Portúgal í janúar síðastliðnum. Ljósmynd/Alex Nicodim

Dagur Dan Þórhallsson gekk í upphafi árs í raðir bandaríska knattspyrnuliðsins Orlando City, sem leikur í efstu deild þar í landi, MLS-deildinni. Hann var keyptur frá Breiðabliki eftir að hafa staðið sig frábærlega í Bestu deildinni á síðasta tímabili, þar sem Blikar stóðu uppi sem Íslandsmeistarar. Skiptin bar nokkuð fljótt að.

„Ég var búinn að að heyra af einhverjum áhuga áður en ég fór í verkefni með A-landsliðinu í janúar. Eftir það gekk þetta svolítið fljótt fyrir sig. Ég var búinn að heyra eitthvað en svo eftir leikina með landsliðinu má segja að áhuginn hafi orðið meiri. Það voru ekkert endilega mörg félög áhugasöm en þau voru alveg nokkur. Einhverjar þreifingar í Noregi og eitthvað aðeins í Hollandi en ekkert sem var konkret,“ segir Dagur í samtali við Morgunblaðið.

Spurður hvað hafi heillað sig við Orlando segir hann:

„Mér fannst þetta öðruvísi en margt annað sem ég hafði prófað áður. Þetta er stórt félag en tiltölulega nýtt. Hér hafa verið góðir leikmenn eins og Kaká og [Alexandre] Pato og það er fullt af góðum leikmönnum í þessu liði. Deildin er á mikilli uppleið og mér fannst þetta bara hrikalega spennandi skref.“

Viðtalið við Dag má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »