Ekki auðvelt að þjálfa lið Bosníu

Framherjinn Edin Dzeko er leikjahæstur í bosníska liðinu en hann …
Framherjinn Edin Dzeko er leikjahæstur í bosníska liðinu en hann á að baki 126 A-landsleiki þar sem hann hefur skorað 64 mörk. AFP/Patricia de Melo Moreira

Síðasta haust, eftir að dregið var í riðla fyrir undankeppni EM, sögðu bosnískir fjölmiðlar að möguleikar knattspyrnulandsliðsins á að ná öðru tveggja efstu sætanna væru „meira en raunhæfir“.

Og um daginn þegar nýi landsliðsþjálfarinn, Faruk Hadzibegic, tilkynnti hópinn fyrir leikina tvo, lagði hann áherslu á að hann yrði ekki ánægður með neitt annað en sex stig úr fyrstu tveimur leikjunum – heimaleiknum gegn Íslandi og útileiknum gegn Slóvakíu.

Að hafa ofurtrú á sjálfum sér er eitt af minnstu vandamálunum sem landsliðið og knattspyrnusamband Bosníu-Hersegóvínu (NFSBiH) glímir við. Óraunhæfar væntingarnar eru sprottnar af því að Bosníumenn telja sig vera, með réttu, hluta af hinni miklu fótboltahefð fyrrverandi Júgóslavíu.

Til dæmis, þegar Júgóslavía missti naumlega af undanúrslitum heimsmeistaramótsins á Ítalíu árið 1990 (eftir tap gegn Argentínu í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitunum), var ekki bara landsliðsþjálfarinn Ivica Osim frá Bosníu stjarna PSG, heldur voru fimm bosnískir leikmenn í hópnum, meðal þeirra Safet Susic.

Vladimir Novak er búsettur í Belgrad, hefur starfað sem íþróttafréttamaður í 42 ár og hefur m.a. unnið á 11 stórmótum í knattspyrnu. Ítarlega grein hans um landslið Bosníu má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert