Ísland vann glæsilegan sigur á Englandi

Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands í dag.
Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri lagði jafnaldra sína frá Englandi, 1:0, í milliriðli undankeppni EM í Rotherham á Englandi í dag.

Það var Orri Steinn Óskarsson sem skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik.

Var þetta annar leikur Íslands í riðlinum en liðið gerði jafntefli við Tyrkland í fyrsta leik. Ísland er því með fjögur stig, en síðasti leikur liðsins er gegn Ungverjum á þriðjudaginn.

Ísland er með 4 stig, England 3, Tyrkland 1 og Ungverjaland ekkert en Tyrkland og Ungverjaland mætast í kvöld. Sigurlið riðilsins kemst í átta liða lokakeppnina á Möltu í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert