Ítalir og Finnar unnu

Ítalir fagna sigrinum að leikslokum.
Ítalir fagna sigrinum að leikslokum. AFP/Alberto Pizzoli

Ítalir og Finnar unnu sína leiki í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. 

Ítalía vann útisigur á Möltu, 2:0. Argentínski Ítalinn Mateo Retegui kom Ítalíu yfir á 15. mínútu og Matteo Pessina tvöfaldaði forystu ítalska liðsins á 27. mínútu og þar við stóð. 

Finnland vann sterkan útisigur á Norður-Írlandi, 1:0. Sigurmarkið skoraði Benjamin Källman á 28. mínútu. 

Í hinum leik kvöldsins vann Slóvenía San Marino á heimavelli, 2:0. Þar skoraði Benjamin Sesko fyrir Slóveníu og San Marínómaðurinn Roberto Di Maio setti boltann í eigið mark. 

mbl.is