Ronaldo á skotskónum - Slóvakar unnu Bosníu

Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld.
Cristiano Ronaldo fagnar marki í kvöld. AFP/Kenzo Tribouillard

Cristiano Ronaldo var á skotskónum er Portúgal burstaði Lúxemborg, 6:0, í undankeppni EM í fótbolta í Lúxemborg í kvöld. 

Ronaldo kom Portúgal yfir á 9. mínútu en þegar rúmar 30. mínútur voru liðnar var Portúgal komið 4:0 yfir þökk sé mörkum frá Joao Félix, Bernardo Silva og öðru marki Ronaldo. 

Otávio og Rafael Leao bættu svo við fimmta og sjötta marki Portúgals seint í seinni hálfleik. 

Slóvakía vann sterkan heimasigur á Bosníu, 2:0, í dag. 

Bosnía vann Ísland, 3:0, í fyrstu umferð riðilsins en Slóvakía gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Lúxemborg. 

Slóvakarnir svöruðu hins vegar í dag með mörkum frá Robert Mak og Lukas Haraslin. 

Þetta galopnar riðil Íslands en staðan í J-riðilinum eftir tvær umferðir er þessi:

1. Portúgal - 6 stig
2. Slóvakía - 4 stig
3. Ísland - 3 stig
4. Bosnía - 3 stig
5. Lúxemborg - 1 stig
6. Liechtenstein - 0 stig

mbl.is