Belgar fögnuðu sigri í Köln

Kevin De Bruyne fer fram hjá Joshua Kimmich í Köln …
Kevin De Bruyne fer fram hjá Joshua Kimmich í Köln í kvöld en hann lagði upp tvö fyrstu mörk Belga og skoraði það þriðja. AFP/Uwe Kraft

Belgar unnu í kvöld góðan útisigur á Þjóðverjum, 3:2, þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik karla í fótbolta í Köln.'

Belgar byrjuðu frábærlega því Yannick Carrasco og Romelu Lukalu komu þeim í 2:0 á fyrstu níu mínútum leiksins en Kevin De Bruyne lagði upp bæði mörkin.

Niclas Füllkrüg minnkaði muninn úr vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en De Bruyne kom Belgum í 3:1 með marki á 78. mínútu eftir sendingu frá Leonard Trossard.

Serge Gnabry átti lokaorðið fyrir Þjóðverja skömmu fyrir leikslok. Þjóðverjar eru gestgjafar EM 2024 og taka því ekki þátt í undankeppninni.

mbl.is