Ekki útilokað að ná hundrað mörkum

Harry Kane fagnar sínu 55. landsliðsmarki gegn Úkraínu á sunnudag.
Harry Kane fagnar sínu 55. landsliðsmarki gegn Úkraínu á sunnudag. AFP/Glyn Kirk

Harry Kane, markahæsti leikmaður enska landsliðsins í knattspyrnu frá upphafi, segist ekki útiloka það að ná að skora hundrað mörk fyrir liðið.

„Að ná að skora hundrað mörk verður vissulega erfitt en ég útiloka aldrei neitt. Ég er enn ungur, ég er 29 ára, er enn í góðu formi og sterkur. Ég vil spila fyrir England eins lengi og ég get.

Ég vil spila í hverjum einasta leik. Við tökum þetta skref fyrir skref. Næsta skref verður að reyna að komast í 60 mörk,“ sagði Kane í samtali við BBC Sport.

Hann hefur skorað 55 mörk í 82 landsleikjum.

„Að ná hundrað mörkum er ekki útilokað. Það verður gífurlega erfitt en við þurfum að sjá hvernig næstu ár þróast,“ bætti Kane við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert