„Er í áfalli yfir því sem ég sá“

Ronald Koeman var ekki sáttur á blaðamannafundinum í gærkvöldi.
Ronald Koeman var ekki sáttur á blaðamannafundinum í gærkvöldi. AFP/Maurice van Steen

Ronald Koeman, þjálfari hollenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var verulega ósáttur við frammistöðu sinna manna í yfirstandandi landsleikjaglugga.

Holland steinlá fyrir Frakklandi, 0:4, á föstudagskvöld og vann svo 3:0-sigur á smáríkinu Gíbraltar í gærkvöldi.

„Við verðum að bæta okkur, ég er í svolitlu áfalli yfir því sem ég hef séð. Þetta var ekki gott. Ég er vonsvikinn. Við verðum í alvöru að vera betri.

Við þurfum líka að koma okkur í betra form. Þetta var allt of lítið,“ sagði Koeman á blaðamannafundi eftir sigurinn á Gíbraltar í gærkvöldi.

Nokkrir leikmenn liðsins fengu matareitrun og gátu því ekki tekið þátt í leikjunum tveimur. Hann var svo ekki ánægður með frammistöðu liðsins þrátt fyrir 3:0-sigur á Hollandi.

„Þetta var slæm vika, fyrst veiktist fjöldi leikmanna. Svo töpuðum við stórt fyrir Frakklandi og meira að segja gegn Gíbraltar sýndum við ekki nóg. Þetta verður að batna fljótlega.

Ég átti aldrei svona viku þegar ég var síðast landsliðsþjálfari og ég vona líka að þetta gerist aldrei aftur,“ bætti Koeman við.

mbl.is