Messi að snúa aftur til Barcelona?

Lionel Messi gæti snúið aftur í Barcelona.
Lionel Messi gæti snúið aftur í Barcelona. AFP/Javier Soriano

Lionel Messi, einn besti knattspyrnumaður allra tíma, gæti snúið aftur til Barcelona eftir yfirstandandi leiktíð, er samningur hans við París SG rennur út.

Messi hafði alla tíð leikið með Barcelona, þegar hann yfirgaf félagið árið 2021 vegna fjárhagsvandræða félagsins. Forráðamenn spænska félagsins vilja ólmir fá Argentínumanninn aftur í sínar raðir.

„Leo og fjölskyldan hans vita hvað mér þykir vænt um þau. Ég verð alltaf svekktur yfir því að hafa ekki náð að semja aftur við hann á sínum tíma. Messi veit hvað við kunnum vel að meta hann.

Auðvitað værum við til í að fá Messi aftur til Barcelona. Við erum í sambandi við hann, að sjálfsögðu,“ sagði Rafael Yuste, varaforseti félagsins, á blaðamannafundi í dag.  

mbl.is