Skoraði í Íslendingaslagnum

Elías Már Ómarsson skoraði í kvöld.
Elías Már Ómarsson skoraði í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Breda hafði betur gegn Venlo á útivelli, 3:1, í 1. deild hollenska fótboltans í kvöld.

Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði Breda, lék fyrstu 90 mínúturnar og skoraði annað mark liðsins á 57. mínútu er hann kom því í 2:1.

Elías hefur spilað vel með Breda síðan hann kom til félagsins frá Nimes og skorað fimm mörk í tíu leikjum. Kristófer Kristinsson var allan tímann á bekknum hjá Venlo.  

Venlo er í fjórða sæti með 52 stig og Breda í áttunda sæti með 46 stig.

mbl.is