Samheldni innan liðsins að þola ekki þjálfarann

„Hann var alveg tjúllaður,“ sagði Kári Árnason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu og yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi úr Reykjavík, í Dagmálum.

Kári, sem er fertugur, lék með Rotherham á Englandi frá 2012 til ársins 2015 en þar spilaði hann fyrir knattspyrnustjórann Steve Evans sem er einn sá litríkasti í boltanum.

„Það var alltaf bara háa C-ið hjá honum, alltaf,“ sagði Kári.

„Það myndaðist mikil samheldni um það að þola hann ekki,“ sagði Kári meðal annars.

Viðtalið við Kára í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Kári Árnason.
Kári Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is