Hroðaleg mistök Kobels í þýska stórslagnum (myndskeið)

Gregor Kobel vill væntanlega gleyma gærdagnum sem fyrst.
Gregor Kobel vill væntanlega gleyma gærdagnum sem fyrst. AFP/Christof Stache

Gregor Kobel, markvörður Borussia Dortmund, gerði sig sekan um hræðileg mistök þegar liðið heimsótti erkifjendur sína í Bayern München í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu í gær.

Staðan var markalaus á 13. mínútu þegar Dayot Upamecano, miðvörður Bæjara, gaf langa sendingu fram völlinn. Kobel hljóp út úr markinu og þurfti einungis að koma boltanum frá.

Ekki fór betur en svo að markvörðurinn hitti boltann bara alls ekki og hann sigldi í netið.

Í kjölfarið gekk Bayern á lagið og var komið í 3:0 eftir aðeins 24 mínútna leik. Bæjarar komust í 4:0 snemma í síðari hálfleik en leiknum lauk 4:2 og Þýskalandsmeistararnir endurheimtu toppsæti deildarinnar af Dortmund.

Mistökin hræðilegu hjá Kobel má sjá hér:

mbl.is