Bayern að fá eftirsóttan sóknarmann?

Victor Osimhen er einn eftirsóttasti leikmaður heims.
Victor Osimhen er einn eftirsóttasti leikmaður heims. AFP/Gabriel Bouys

Nígerski knattspyrnumaðurinn Victor Osimhen gæti gengið í raðir Bayern München frá Napólí í sumar, en hann hefur verið einn besti sóknarmaður Evrópu á leiktíðinni sem senn er á enda.

Á Osimhen stóran þátt í að Napólí hefur þegar tryggt sér sinn fyrsta Ítalíumeistaratitil frá 1990, en hann hefur gert 23 mörk í 30 leikjum með liðinu í ítölsku A-deildinni.

Bild greinir frá því að leikmaðurinn sé í Þýskalandi um þessar mundir, en kærasta hans er þýsk og vill ólm snúa aftur til heimalandsins.

Osimhen hefur verið orðaður við fleiri félög og er Manchester United m.a. áhugasamt um sóknarmanninn.

Napólí vill að minnsta kosti 110 milljónir evra fyrir framherjann, sem myndi gera hann að einum dýrasta leikmanni sögunnar.  

mbl.is