Börsungar sannfærandi í síðasta heimaleiknum

Ansu Fati skoraði tvö.
Ansu Fati skoraði tvö. AFP/Pau Barrena

Barcelona vann sannfærandi 3:0 sigur á Mallorca í síðasta heimaleik sínum í spænsku 1. deildinni í fótbolta á leiktíðinni.

Ansu Fati kom meisturunum yfir strax á 1. mínútu og erfitt varð nánast ómögulegt fyrir Mallorca þegar Amath Ndiaye fékk beint rautt spjald á 14. mínútu. 

Fati bætti við öðru markinu á 24. mínútu og Gavi innsiglaði þægilegan 3:0-sigur Barcelona á 70. mínútu.

Barcelona er með 88 stig, ellefu stigum á undan Real Madrid, þegar einni umferð er ólokið.

mbl.is