Ósanngjarnar kröfur föður Bellingham fældu Liverpool frá

Bellingham virtist á leið til Liverpool en faðir hans kom …
Bellingham virtist á leið til Liverpool en faðir hans kom í veg fyrir það. AFP/Ina Fassbender

Ein stærsta ástæðan fyrir því að Liverpool dróg sig út úr kapphlaupinu um knattspyrnumanninn Jude Bellingham, leikmann Dortmund og enska landsliðsins, voru kröfur föður hans segir þýski blaðamaðurinn Christian Falk.

Talið var líklegt að Bellingham myndi ganga til liðs við Liverpool en enska félagið hætti við að kaupa hann eftir að hafa farið í viðræður við Mark Bellingham, föður og umboðsmann Jude.

Liverpool var tilbúið að borga uppsett verð fyrir Bellingham og var til í launapakka leikmannsins, það sem fældi þá frá var upphæðin sem Mark Bellingham vildi fá í sinn vasa en hana var Liverpool ekki til í að borga.

„Ég heyrði að kröfur Mark Bellingham hafi verið afgerandi í ákvörðuninni. Auðvitað skiptir heildarverðmiðinn máli. Ef við erum að tala um launin og verðmiðann þá hefði Liverpool vel getað klárað þetta.“ sagði Falk.

„Laun upp á 20 milljónir evra, plús kaupverðið sem Dortmund segir vera 150 milljónir evra, bónusgreiðslur og svo aukapeningur fyrir Mark Bellingham gerði þetta ómögulegt fyrir Liverpool.“ sagði Falk ennfremur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert