Risasigur Lyngby heldur í vonina

Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson og félagar í Lyngby halda í …
Alfreð Finnbogason, Kolbeinn Finnsson og félagar í Lyngby halda í vonina. Ljósmynd/LyngbyBoldklub

Íslendingalið Lyngby vann risastóran sigur á Aalborg, 2:1, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Fyr­ir leik­inn voru læris­svein­ar Freys Al­ex­and­ers­son­ar í neðsta sæti deild­ar­inn­ar með 24 stig, þrem­ur minna en Hor­sens og Ála­borg­arliðið, en það eru síðustu tveir mót­herj­ar Lyng­by. 

Mörk Lyngby skoruðu framherjarnir Petur Knudsen og Frederik Gytkjær, en Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni í dag vegna rauðs spjalds sem hann fékk í síðasta leik.

Miðjumaðurinn Sævar Atli Magnússon spilaði allan leikinn fyrir Lyngby og Kolbeinn Birgir Finnsson byrjaði einnig en var tekinn af velli á 81. mínútu. 

Lyngby-liðið er nú í næstneðsta sæti deildarinnar með 27 stig, jafnmörg og Horsens og Aalborg en Lyngby mætir einmitt Horsens á útivelli í síðustu umferðinni. 

Á sama tíma fær Álaborgarliðið Stefán Teit Þórðarson og félaga í Silkeborg í heimsókn. Silkeborg gerði einmitt 3:3-jafntefli gegn Midtjylland í dag en Stefán Teitur var utan hóps og Elías Ólafsson, markvörður, sat allan tímann á bekknum hjá Midtjylland. 

mbl.is