Staðfestir brottför Messi

Lionel Messi leikur sinn síðasta leik með París SG á …
Lionel Messi leikur sinn síðasta leik með París SG á morgun. AFP/Franck Fife

Lionel Messi yfirgefur París SG í Frakklandi eftir þetta tímabil en það staðfesti knattspyrnustjóri félagsins, Christophe Galtier, í dag.

Messi er að ljúka sínu öðru ári með Parísarliðinu, eftir að hafa spilað með Barcelona allan sinn feril fram að því.

Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona í sumar, eða þá að hann fari til Sádi-Arabíu.

„Ég hef notið þeirra forréttinda að þjálfa besta knattspyrnumann sögunnar. Þetta verður síðasti leikur hans á Parc des Princes og ég vona að hann fái afar hlýjar móttökur,“ sagði Galtier á fréttamannafundi í dag en PSG tekur á móti Clermont á laugardaginn.

Messi hefur skorað 21 mark og átt 20 stoðsendingar fyrir PSG í öllum mótum á tímabilinu sem er að ljúka, þar af 16 mörk í frönsku 1. deildinni, en stuðningsfólk félagsins hefur ekki verið ánægt með Argentínumanninn þrátt fyrir það. Sérstaklega vegna þess að liðinu mistókst enn og aftur að komast alla leið í Meistaradeildinni.

mbl.is