„Stelpunum fannst það ekki alveg nógu kúl“

„Ég prófaði aðeins handbolta og körfubolta en pabbi var ósáttur með það og sagði mér að ég ætti að einbeita mér að einni íþrótt,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, hefur verið atvinnumaður frá árinu 2013 en hann er fæddur og uppalinn á Selfossi.

„Ég fór aðeins í skákina líka og varð frekar lunkinn í henni á stuttum tíma,“ sagði Viðar Örn.

„Ég var í kringum 12, 13 ára aldurinn, en stelpunum fannst það ekki alveg nógu kúl þannig að ég ákvað að hætta,“ sagði Viðar Örn meðal annars við.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

mbl.is