Fyrsti leikur Pálma Rafns fyrir uppeldisfélagið síðan 2002

Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR á síðasta tímabili.
Pálmi Rafn Pálmason í leik með KR á síðasta tímabili. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Pálmi Rafn Pálmason er í byrjunarliði Völsungs sem spilar á móti Haukum í 2. deild karla í dag. Þetta er fyrsti leikur Pálma fyrir Völsung í 21 ár, hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2002.

Pálmi sem er 38 ára gamall fékk félagsskipti frá KR í Völsung á lokadegi félagsskiptagluggans í vor. Pálmi, sem starfar sem íþróttastjóri hjá KR, sagði eftir síðasta leik á síðasta tímabili að skórnir væru komnir upp í hillu.

Hann sagði hinsvegar í viðtali við mbl.is  fyrir nokkrum vikum að hann gæti spilað fyrir Völsung á ný svo hann ætti möguleika á því að aðstoða sitt uppeldislið.

Pálmi, sem á að baki 18 A-landsleiki fyrir Ísland, hefur spilað með Völsungi, KA, Val og KR hér heima. Þá spilaði hann í Noregi með Stabæk og Lilleström við góðan orðstír.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert