Íslendingaliðið hélt sér uppi á ótrúlegan hátt

Lyngby-menn héldu sér uppi á ótrúlegan hátt.
Lyngby-menn héldu sér uppi á ótrúlegan hátt. Ljósmynd/LyngbyBoldklub

Íslendingalið Lyngby undir stjórn Freys Alexanderssonar hélt sér uppi á ótrúlegan hátt með markalausu jafntefli gegn Horsens á útivelli í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. 

Fyrir leikinn voru Lyngby, AaB og Horsens öll með 27 stig og aðeins eitt þeirra myndi halda sér uppi en Aalbog var með langbestu markatöluna fyrir leikina. 

AaB tók á móti Stefáni Teiti Þórðarsyni, sem var þó utan hóps og félögum í Silkeborg og tapaði 1:0, sem þýðir að Lyngby og Horsens enda með 28 stig og AaB 27 en Lyngby er með betri markatölu en Horsens. 

Kolbeinn Finnsson og Sævar Atli Magnússon voru báðir í byrjunarliði Lyngby í leiknum í dag og Aron Sigurðarson var einnig í byrjunarliði Horsens. Alfreð Finnbogason hjá Lyngby tók út leikbann.

Lyngby var dauðadæmt fyrir heimsmeistaramótið og í erfiðum málum áður en deildinni var skipt, en frábær árangur liðsins undanfarið heldur því uppi á ansi merkilegan hátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert