Tap í kveðjuleik Messi

Lionel Messi ásamt sonum sínum fyrir leik.
Lionel Messi ásamt sonum sínum fyrir leik. AFP/Franck Fife

París SG mátti þola tap gegn Clermont Foot, 3:2, í kveðjuleik Argentínumannsins Lionel Messi í frönsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld. 

Þetta var síðasti leikur Messis sem rær á önnur mið í sumar, en ásamt því var þetta einnig kveðjuleikur Spánverjans Sergio Ramos, sem kom Parísarliðinu yfir á 16. mínútu áður en Kylian Mbappé tvöfaldaði forystu París fimm mínútum síðar. 

Næstu þrjú mörk skoruðu hinsvegar gestirnir í Clermont Foot og tryggðu sér frækinn útisigur, 3:2. 

París SG endar í fyrsta sæti deildarinnar með 85 stig en Clermont Foot endar í áttunda með 59.

mbl.is