Á skotskónum í Svíþjóð

Aron Bjarnason skoraði fyrra mark Sirius.
Aron Bjarnason skoraði fyrra mark Sirius. Ljósmynd/Sirius

Sirus hafði betur á heimavelli gegn Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag, 2:0.

Aron Bjarnason skoraði fyrra mark Sirius á 31. mínútu, sem var annað mark kantmannsins á leiktíðinni. Hann lék fyrstu 31 mínútuna. Óli Valur Ómarsson lék ekki með Sirius vegna meiðsla.

Þá skildu Elfsborg og Djurgården jöfn, 1:1. Sveinn Aron Guðjohnsen lék fyrstu 88 mínúturnar með Elfsborg og Hákon Rafn Valdimarsson lék allan leikinn í markinu.

mbl.is