Lítur meira á þetta sem vinnu í dag

„Ég lít meira á þetta sem vinnu í dag,“ sagði knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson í Dagmálum.

Viðar Örn, sem er 33 ára, hefur verið atvinnumaður frá árinu 2014 en hann mun yfirgefa gríska úrvalsdeildarfélagið Atromitos þegar samningur hans rennur út í sumar.

„Það koma alveg tímabil, þar sem þú spilar vel, en eins og ég lít á þetta í dag þá ætla ég að halda áfram á meðan ég hef gaman að þessu,“ sagði Viðar Örn.

„Ef ég ætti að velja á milli í dag; frábært fótboltalið eða góður samningur, þá myndi ég velja samninginn en ég hefði valið öðruvísi fyrir einhverjum árum síðan,“ sagði Viðar Örn meðal annars.

Viðtalið við Viðar Örn í heild sinni má nálgast með því að smella hér eða á hlekkinn hér fyrir ofan.

Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert