Stórkostleg mörk Íslendinganna (myndskeið)

Valdimar Þór og Jónatan Ingi í leikslok.
Valdimar Þór og Jónatan Ingi í leikslok. Ljósmynd/Sogndal

Jónatan Ingi Jónsson og Valdimar Þór Ingimundarson voru báðir á skotskónum fyrir Sogndal er liðið vann 2:1-heimasigur á Start í norsku 1. deildinni í dag.

Mörkin voru af dýrari gerðinni, því Valdimar skoraði með glæsilegu skoti á lofti og mark Jónatans var lítið síðra, en hann lagði boltann með glimrandi góðum hætti í samskeytin fjær.

Mörkin má sjá hér fyrir neðan.mbl.is