Landsliðsframherjinn barnshafandi

Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Björg Þorvaldsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, á von á sínu fyrsta barni og leikur því ekki knattspyrnu á næstunni.

Berglind Björg tilkynnti um gleðitíðindin á Facebook-síðu sinni í kvöld og tók sérstaklega fram að hún væri ekki hætt í fótbolta.

Hún er 31 árs sóknarmaður og er sem stendur á mála hjá franska stórliðinu París Saint-Germain, þó hún hafi lítið sem ekkert komið við sögu hjá liðinu á tímabilinu.

Unnusti hennar er Kristján Sigurðsson, slökkviliðsmaður á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert