Sá besti fer til meistaranna

Karim Benzema.
Karim Benzema. AFP/Macrou

Knattspyrnumaðurinn Karim Benzema hefur skrifað undir samning við Sádi-Arabíumeistara Al-Ittihad en tilkynnt verður um félagaskiptin á næstu dögum.

Það er breski miðillinn Guardian sem greinir frá þessu en Benzema, sem er 35 ára gamall, kemur til félagsins frá Real Madrid þar sem hann hefur leikið frá árinu 2009.

Franski markahrókurinn mun skrifa undir tveggja ára samning í Sádi-Arabíu með möguleika á árs framlengingu.

Al-Ittihad fagnaði sigri í efstu deild Sádi-Arabíu á dögunum eftir harða baráttu við Cristiano Ronaldo og liðsfélaga hans í Al-Nassr.

mbl.is