Reyndi að kyrkja litlu systur sína

Ishak Belfodil fagnar marki með Parma.
Ishak Belfodil fagnar marki með Parma. AFP

Alsírski knattspyrnumaðurinn Ishak Belfodil var handtekinn á dögunum fyrir að reyna að kyrkja 15 ára gamla systur sína.

Það er AFP sem greinir frá þessu en í Belfodil, sem er 31 árs gamall, er samningsbundinn Al-Gharafa í dag.

Hann hefur einnig leikið með liðum á borð við Lyon, Parma, Inter Mílanó, Parma, Standard Liége, Werder Bremen og Hoffenheim á ferlinum.

Í frétt AFP kemur fram að Belfodil hafi rifist heiftarlega við systur sína með þeim afleiðingum að hann reyndi að kyrkja hana en atvikið átti sér stað í Frakklandi þar sem fjölskylda Belfodil býr.

Hún hringdi sjálf á lögregluna og var Belfodil handtekinn og færður til yfirheyrslu. Lögreglan í París er með málið til rannsóknar en engin kæra hefur verið lögð fram enn sem komið er.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert